Stoðtímar

Dagskrá stoðtíma 2021

Tímarnir eru á miðvikudögum frá 17:30-19:30 og fer kennsla fram í salnum í Skipholti 33.

Séu samkomutakmarkanir enn í gangi vegna Covid 19  munu fyrirlestrarnir og stoðtímar fara fram í fjarfundi á Teams.

Stoðtímar skiptast í fyrri hluta og seinni hluta. Fyrri hlutinn er klukkutíma fyrirlestur og seinni hlutinn annað hvort almennt um prófið eða dæmatími. Kennarar námskeiðsins sjá um fyrirlestra en læknanemar sjá um seinni klukkutímann. Dagskráin er birt hér, með fyrirvara um breytingar.

Dags: efni:
13.janúar 2021 Siðfræði / almennt um prófið
20.janúar 2021 Líffræði / áherslur í prófinu
27.janúar 2021 Efnafræði
3.febrúar 2021 Stærðfræði
10.febrúar 2021 Eðlisfræði
17.febrúar 2021 Líffræði
24.febrúar 2021 Efnafræði
3.mars 2021 Íslenska / almenn þekking
10.mars 2021 Stærðfræði
17.mars 2021 Líffræði
24.mars 2021 Eðlisfræði
31.mars 2021 Páskafrí
7.apríl 2021 Efnafræði
 14.apríl 2021  Stærðfræði

13. janúar – Siðfræði / Almennt um prófið

Farið er yfir mikilvæg siðfræðihugtök og hvernig best er að leysa siðfræðivandamál. Seinni klukkutíminn verður helgaður prófundirbúningi, formi prófsins og ýmsum atriðum því tengdu.

20. janúar – Líffræði / Áherslur í prófinu

Farið verður yfir efni NÁT103 (vítamín, efni líkamans, sveim, frumur, vefi, efnaskipti og orkubúskap, æxlun, flokkun og vistfræði). Í seinni tímanum verður farið yfir helstu áherslur prófsins.

27. janúar – Efnafræði

Í fyrsta efnafræðistoðtímanum verður lögð megináhersla á lotukerfið, mólreikning og efnajöfnur. Þetta eru grunnatriði efnafræðinnar sem allir verða að hafa á hreinu. Dæmatími í seinni hlutanum.

3.febrúar – stærðfræði

Farið verður yfir helstu atriði STÆ103 og STÆ203 (jöfnur, algebra og föll) og dæmatími í kjölfarið

10. febrúar – Eðlisfræði

Farið verður í grunnatriði í eðlisfræði og rætt um stærðir og einingar. Við byrjum á hreyfifræði, kraftfræði og farið verður í varðveislu orku og skriðþunga. Gott væri að prenta út formúlublað læknadeildar, til að hafa til hliðsjónar í dæmatímanum.

17. febrúar – Líffræði

Farið verður yfir efni LÍF103, sem er stærsti hluti líffræðihluta prófsins (flutning yfir himnur, Na/K-dæluna, myndun boðspennu og lífeðlisfræði helstu líffærakerfa líkamans).

24. febrúar – Efnafræði

Í öðrum efnafræðistoðtíma vetrarins verður farið í varmafræði, jafnvægi í efnahvörfum, gasjöfnuna og að lokum skerpt á nokkrum lykilatriðum er varða rafefnafræðina.

3.mars – Íslenska / Almenn þekking

Farið verður yfir grunnatriði í íslenskri málfærni. Einnig verður haldin fyrirlestrar um lesskilning og almenna þekkingu. Gott væri ef nemendur tækju með sér Biblíu inntökuprófsins í tímann.

10. mars – Stærðfræði

Í fyrri tímanum verður farið yfir helstu atriði STÆ103 (rúmfræði og hlutföll) og STÆ303 (hornaföll). Stoðtími með kennara og stoðtímakennurum.

17.mars – Líffræði

Erfðafræði. Förum yfir líkindareikning, samsætur, kjarnsýrur, stökkbreytingar, frumuskiptinguna og myndun prótína úr erfðaupplýsingunum.

24.mars – Eðlisfræði

Farið verður í þrýsting, lögmál Arkimedesar, hringhreyfingu, ljósfræði og varmafræði.

7.apríl – Efnafræði

Í þriðja og seinasta efnafræðitímanum verður lögð áhersla á sýru-og basajafnvægi og lífræna efnafræði. Farið verður yfir lykilatriði og helstu dæmatýpur.

14.apríl – Stærðfræði

Í fyrri tímanum verður farið yfir talningarfræði, heildun, deildun og markgildi. Seinni tíminn er tekinn í dæmareikning.