Um kennara

Stærðfræði: Baldur Héðinsson
Baldur er með doktorsgráðu frá Boston University. Hann hefur verið aðalkennari á undirbúningsnámskeiði fyrir A-prófin undanfarin þrjú ár.

Líffræði: Gísli Axelsson
Gísli er að ljúka öðru ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Efnafræði: Erla Þórisdóttir
Erla er á þriðja ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur kennt á námskeiðinu frá 2014.

Eðlisfræði: Guðný Guðmundsdóttir
Guðný kennir eðlisfræði á framhaldsskólastigi. Hún lauk BS.gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í eðlisfræði þéttefnis frá Humbold háskóla í Berlín.

Sálfræði: Heiða Dóra Jónsdóttir
Heiða er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár kennt dæmatíma við deildina þar.

Félagsfræði: Ásdís Arnalds
Ásdís Arnalds er með MA gráðu í félagsfræði.

Íslenska: Iris Edda Nowenstein og Aðalbjörg Bragadóttir
Iris Edda (kennir málfræði og heldur fyrirlestur um íslensku á A-prófi) hefur starfað sem aðstoðarkennari í nokkrum námskeiðum í íslensku og almennum málvísindum.

Aðalbjörg (kennir bókmenntir) er með MA gráðu í íslenskum bókmenntum og kennsluréttindi. Hún kennir íslensku við Menntaskólann að Laugarvatni og hefur starfað sem aðstoðarkennari í nokkrum námskeiðum við íslensku og menningardeild.

Stoðtímar: Gísli Þór Axelsson, Árný Jóhannesdóttir og Daníel Kristinn Hilmarsson
Gísli, Árný og Daníel eru aðstoðarkennarar í stoðtímum. Þau eru öll á fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Það sem nemendur höfðu að segja