Um námskeiðið

Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Það er nú haldið í átjánda skiptið og byggir á góðum grunni síðustu ára. Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum.

Ábyrgðar- og umsjónarmaður frá upphafi hefur verið Jóhannes Benediktsson. Veturinn 2019-2020 mun Keilir standa með honum að námskeiðinu. Ábyrgðarmaður þar og tengiliður við þátttakendur er Skúli Freyr Brynjólfsson, námsráðgjafi. Allar fyrirspurnir sendist á inntokuprof@keilir.net.

Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands.

Það sem nemendur höfðu að segja