Um námskeiðið

Námskeiðið var fyrst haldið á vordögum árið 2003. Það er nú haldið í tuttugasta skiptið skiptið og byggir á góðum grunni síðustu ára. Undanfarin ár hafa nemendur verið beðnir um að leggja á það dóm, í síðasta tíma námskeiðsins, hvort þeir teldu að námskeiðið hefði aukið líkur þeirra á að komast í gegnum inntökuprófið. Að meðaltali hefur þessi spurning fengið tæplega 10 í einkunn af 10 mögulegum.

Ábyrgðar- og umsjónarmaður frá upphafi var Jóhannes Benediktsson. Haustið 2019 tók Keilir svo við keflinu af Jóhannesi og sér nú um námskeiðið. Ábyrgðarmaður þar og tengiliður við þátttakendur er Skúli Freyr Brynjólfsson, námsráðgjafi. Allar fyrirspurnir sendist á inntokuprof@keilir.net.

Tekið skal fram að námskeiðið er ekki á vegum Læknadeildar Háskóla Íslands. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að skrá sig í sjálft inntökuprófið og greiða fyrir það.

Athugið að námskeiðsgjöld eru ekki endurgreidd.

Það sem nemendur höfðu að segja